Hafið þið heyrt söguna um fiskana tvo
sem ævi sína enduðu í netinu svo?
Þeir syntu og syntu og syntu út um allt
en mamma þeirra sagði: „Vatnið er kalt.“
Baba búbú,baba bú.
Baba búbú, baba bú.
Þeir syntu og syntu og syntu út um allt
en mamma þeirra sagði: „Vatnið er kalt.“
Annar hét Gunnar og hinn Geir,
þeir voru pínulitlir báðir tveir.
Þeir syntu og syntu og syntu út um allt.
Baba búbú,baba bú.
Baba búbú, baba bú.
Þeir syntu og syntu og syntu út um allt
en mamma þeirra sagði: „Vatnið er kalt.“
(Ókunnur höfundur)
Fimm litlir apar sátu uppi´í tré,
þeir voru´að stríða krókódíll.
„Þú nærð ekki mér!“
Þá kom hann herra Krókódíll
hægt og rólega og ...amm!
Fjórir litlir apar...
Þrír litlir apar...
Tveir litlir apar...
Einn lítill api...
(Ókunnur höfundur)
Dúkkan hennar Dóru var með sótt, sótt, sótt.
Hún hringdi´og sagði lækni´að koma fljótt, fljótt, fljótt.
Læknirinn kom með sína tösku´og sinn hatt,
hann bankaði, á hurðina rattatatata.
Hann skoðaði dúkkuna og hristi sinn haus.
„Hún strax skal í rúmið og ekkert raus.“
Hann skrifaði´á miða hvaða pillu´hún skildi fá.
„Ég kem aftur á morgun ef hún er enn veik þá.“
(María B. Johnson)