Meðfram ástandinu sem er í heiminum núna hefur mikil umræða um læknastéttina, hjúkrunafræðinga og sjúkrahús átt sér stað. Í Laufskálum er engin undantekning þar sem börnin ræða sín á milli og við kennara að læknarnir séu að lækna fólk með kórónuveiruna ásamt því að laga öll önnur veikindi, sár og verki. Það var því tilvalið að fá bangsann Parker í heimsókn og læra aðeins um það sem læknar gera.
Parker er tengjanlegur við smáforrit sem lætur vita hvað hrjáir hann hverju sinni. Síðan skiptumst við á að finna út hvað við getum gert til að lækna hann.
Læknisleikur er einn besti hlutverkaleikurinn til að fá börn til að hugsa í rökum, sýna samúð og samkennd. Krakkarnir stóðu sig svo vel að það verður erfitt að skipuleggja eins áhugaverða leiklistastund og þessa. Meðfylgjandi er skráning þessara stunda en einnig eru fleiri myndir komnar inn á myndasafnið.